عربي | 简体中文 | 繁體中文 | Dansk | Deutsch | English | Espagñol | Français | ελληνικά | עִברִית | Indonesia | Íslensku | Italiano | 日本語 | 한국어 | Melayu | Nederlands | Norsk | Polski | Português | Suomeksi | Svenska | แบบไทย | Tiếng Việt
Gildistökudagur síðustu breytinga 10. nóvember 2023
Smelltu hér til að sækja eða prenta út afrit af þessari persónuverndarstefnu um vefsvæði og almenn atriði.
BeiGene heitir því að virða og vernda persónuupplýsingar þínar. „Persónuupplýsingar“ eru upplýsingar sem varða þig og mögulegt er að tengja aftur við þig.
Ábyrgðaraðili gagna hvað varðar persónuupplýsingar þínar (þ.e. aðilinn sem ákvarðar hvernig og hvers vegna persónuupplýsingar þínar eru notaðar) samkvæmt þessari persónuverndarstefnu er BeiGene, Ltd., nema:
- Önnur persónuverndarstefna eða -tilkynning nefni annan aðila, eða
- Þú eigir í samskiptum við eða starfir fyrir aðra rekstrareiningu innan BeiGene.
Í slíkum tilvikum er hinn aðilinn sem nefndur er, eða sem þú starfar fyrir, ábyrgðaraðilinn. Ef þú hefur spurningar eða kvartanir og vilt hafa samband við ábyrgðaraðila gagna eða gagnaverndarfulltrúa hans skaltu skoða hlutann „Nýting réttinda þinna“ hér að neðan.
Þessi persónuverndarstefna tekur til persónuupplýsinga sem eru veittar eða mótteknar af BeiGene, Ltd. og/eða dótturfyrirtækjum þess („BeiGene“, „við“, „okkur“, „okkar“) og varðar:
- Fólk sem notar vefsvæði, forrit, aðstöðu, vörur og þjónustu BeiGene (að undanskildum þátttakendum í klínískum rannsóknum*);
- Fólk sem vinnur eða vann með BeiGene, svo sem viðskiptavinir, samstarfsaðilar, birgjar, ráðgjafar og verktakar, og
- Almenningur sem hefur samskipti við okkur.
*- Ef þú ert þátttakandi í klínískri rannsókn eða annarri rannsókn sem styrkt er af BeiGene og vilt vita hvernig persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar eða um réttindi þín skaltu skoða eintakið af upplýsingablaði fyrir sjúkling og eyðublaðinu fyrir upplýst samþykki sem þú fékkst í hendur.
Í persónuverndarstefnunni er útskýrt hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar og hvernig þú getur neytt réttar þíns.
Hér eru nokkur mikilvæg atriði til að hafa í huga við lesturinn:
- Sumir hlutar þessarar persónuverndarstefnu eiga hugsanlega ekki við um þig eftir því hvar þú býrð eða tegund persónuupplýsinga sem við varðveitum um þig. Ef við greiðum þér ekki þurfum við til dæmis ekki á bankaupplýsingunum þínum að halda.
- Við tilteknar aðstæður geta aðrar persónuverndarstefnur eða -tilkynningar bæst við eða komið í staðinn fyrir þessa. Ef það gerist gildir sú stefna eða tilkynning um meðhöndlun persónuupplýsinga.
- Vefsvæðin okkar, vefgáttir, farsímaforrit eða önnur stafræn þjónusta (einu nafni „vefsvæðin“ okkar) geta innihaldið tengla á vefsvæði sem við hvorki stjórnum, stýrum né styðjum. Þegar þú ferð á þessi vefsvæði berum við ekki ábyrgð á verndun og persónuvernd upplýsinga sem þú veitir. Við mælum með því að lesa persónuverndarstefnur þeirra og hafa beint samband við þau til að fá upplýsingar um starfsvenjur þeirra varðandi persónuvernd.
Vefsvæðin okkar eru ekki ætluð einstaklingum yngri en 16 ára („börnum“). Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum beint frá börnum í gegnum vefsvæði okkar. Ef þú ert barn biðjum við þig því um að nota ekki vefsvæði okkar né veita okkur nokkrar upplýsingar í gegnum vefsvæði okkar eða á annan hátt nema við höfum fyrst fengið samþykki foreldris eða forráðamanns, þar sem við á.
Við hyggjumst uppfæra þessa persónuverndarstefnu reglulega til samræmis við starfsvenjur okkar. Því mælum við með því að skoða þessa persónuverndarstefnu öðru hverju. Ef um efnislegar breytingar er að ræða gætum við gert ráðstafanir til að gera þér viðvart áður en þær taka gildi.
Gildistökudagur síðustu uppfærslu: 10. nóvember 2023
Við kunnum að safna og nota persónuupplýsingar þínar við ýmsar aðstæður. Til dæmis þegar þú tekur þátt í rannsóknum á vegum BeiGene, tekur lyfin okkar eða gengst undir meðferðir okkar eða heimsækir vefsvæði eða skrifstofur okkar. Við gætum hafa safnað, eftir því hver samskipti okkar við þig voru undanfarna tólf (12) mánuði:
Tilteknar upplýsingar (svo sem heilsufarsupplýsingar) geta talist viðkvæmari samkvæmt gildandi lögum. Við söfnum þessum upplýsingum ekki reglulega eða notum þær á annan hátt (nema í stuðningsáætlunum fyrir sjúklinga), en þar sem við gerum það munum við:
- aðeins safna þessum upplýsingum þegar þörf er á;
- grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda og vinna úr viðkvæmum persónuupplýsingum þínum; og
- tilkynna þér eða fá skýrt samþykki þitt fyrir vinnslu á viðkvæmum persónuupplýsingum þegar þess er krafist samkvæmt gildandi lögum.
Að jafnaði fáum við persónuupplýsingar þínar beint frá þér, t.d. þegar þú hefur samband við okkur, fyllir út eyðublað, kaupir vörur okkar, veitir okkur þjónustu, skráir reikning eða biður um markaðsefni og upplýsingar.
Stundum kunnum við að fá persónuupplýsingar um þig frá öðrum aðilum, til dæmis þegar þú hefur gefið þriðja aðila fyrirmæli um að senda okkur upplýsingar eða þegar við höfum gert samkomulag við rannsóknaraðila sem við störfum með, samstarfsaðila og þjónustuveitendur. Við gætum einnig safnað upplýsingum sem almennur aðgangur er að, til dæmis opinberum upplýsingum eða upplýsingum af vefsvæðum, samfélagsmiðlum eða öðrum stafrænum kerfum.
Ef þú notar vefsvæði okkar kunnum við að safna upplýsingum úr tölvunni þinni eða öðru tæki með því að nota kökur og aðra gagnasöfnunartækni. Frekari upplýsingar er að finna í stefnunni um notkun á kökum.
Meðhöndlun persónuupplýsinga fer eftir því hvers vegna við söfnuðum þeim, t.d. hvort hún ræðst af samskiptum þínum við BeiGene, gildandi lögum eða okkar eigin verklagsreglum og kröfum, eins og lýst er hér á eftir:
Gerð persónusniðs“ þýðir að greina áhugamál, venjur, hegðun og önnur einkenni einhvers til að spá fyrir um eða taka ákvarðanir um viðkomandi. „Sjálfvirk ákvarðanataka“ er þegar tölvuforrit, sjálfvirkt kerfi eða reiknirit gerir slíka spá eða tekur slíka ákvörðun. Til dæmis gætum við sannreynt hæfi þriðju aðila sem við störfum með með því að meta reynslu þeirra, inna af hendi aðrar áreiðanleikakannanir á þeim og borið þetta handvirkt saman við kröfur okkar. Persónusnið, spár eða ákvarðanir eru þó aldrei innt af hendi með fullkomlega sjálfvirkum hætti án þess að mannshöndin komi þar nærri.
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar aðeins í þann tíma sem þarf út af ástæðunum sem eru útskýrðar í þessari persónuverndarstefnu. Stundum varðveitum við þær lengur til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar. Til að ákveða hve lengi við geymum þær skoðum við magn og tegund upplýsinganna og hversu viðkvæmar þær eru, hugsanlega hættu á skaða vegna óheimillar notkunar eða birtingar upplýsinganna, hvers vegna við þurfum þær, hvort við getum gert það sama án þeirra og allar gildandi alþjóðlegar kröfur samkvæmt lögum, reglugerðum og kröfum um reglufylgni.
Þegar þú skráir þig í áskrift að tilkynningum í tölvupósti eða fréttabréfi geymum við upplýsingarnar þar til þú hættir í áskrift. Ef þú leggur fram beiðnir geymum við þær upplýsingar þar til við höfum afgreitt beiðnir þínar. Ef þú biður um að hætta í áskrift geymum við skrá yfir beiðni þína svo lengi sem þarf til að sýna fram á að við höfum farið að beiðninni.
Við geymum líka persónuupplýsingar þínar í:
- Viðeigandi tímabil í fyrningarfrestinum, ef þörf krefur vegna sönnunargagna;
- Þeim tilgangi að virða tímabil sem ákveðin eru í lögum, t.d. með tilliti til málefna sem varða viðskipti, lög, reglufylgni og reglugerðir
BeiGene starfar í mörgum löndum um heim allan og persónuupplýsingarnar þínar gætu verið aðgengilegar eða þeim deilt innan BeiGene-samstæðunnar og með þriðju aðilum í mismunandi löndum eins og útskýrt er í hlutanum PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÞÍNUM DEILT í þessari persónuverndarstefnu. Lög í tilteknum löndum bjóða hugsanlega ekki upp á sama umfang verndunar og lögin í landinu eða á svæðinu þar sem þú býrð. Í slíkum tilfellum, og eins og gildandi lög kveða á um, grípum við til ráðstafana til að tryggja öryggi upplýsinganna þinna, t.d. með því að gera samninga við viðtakendur upplýsinganna eða innleiða frekari gagnavernd.
Þótt við gerum okkar besta til að vernda upplýsingarnar þínar getum við ekki ábyrgst fullkomlega öryggi þeirra. Vertu á varðbergi þegar þú ákveður hvaða upplýsingum þú deilir með okkur þegar þú sendir upplýsingar netleiðis.
Við kunnum að deila persónuupplýsingunum þínum innan BeiGene-fyrirtækjasamstæðunnar og með þriðju aðilunum sem tilgreindir eru hér á eftir. Það sem við deilum, af hverju við deilum því og hvaða öryggisráðstafanir við innleiðum fer eftir því hverjir þessir þriðju aðilar eru og hvar þeir eru. Við seljum þó ekki persónuupplýsingar sem við söfnum.
Þú getur valið að gefa okkur ekki upp persónuupplýsingar þínar; það gæti hins vegar falið í sér að þú getir ekki viðhaldið tengslum þínum eða samskiptum við okkur eða notað tiltekna þjónustu, t.d. stoðþjónustu fyrir sjúklinga.
Samkvæmt tilteknum lögum eins og almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR), persónuverndarlögum fyrir neytendur í Kaliforníu frá 2018 (CCPA), persónuverndarréttindum Kaliforníuríkis frá 2020 (CPRA) eða lögum um öryggi á netinu í Kína (þ.m.t. framkvæmdarreglugerðir þeirra og landsstaðlar) gætirðu haft eftirfarandi réttindi að því er varðar persónuupplýsingarnar þínar, eftir því hvaða lög eru í gildi þar sem þú ert:
- Réttur til aðgangs. Þú getur beðið okkur um skýrar, gagnsæjar og skiljanlegar upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar, þar á meðal upplýsingar um hvar og með hverjum við deilum þeim, og óskað eftir afritum af þeim.
- Réttur til leiðréttingar. Þú getur beðið okkur um að leiðrétta upplýsingar sem þú telur úreltar eða ónákvæmar og/eða beðið um að bætt sé við þær ef þær eru ófullnægjandi.
- Réttur til að eyða. Við tilteknar aðstæður geturðu jafnframt farið fram á að við eyðum persónuupplýsingunum þínum.
- Réttur til að afturkalla samþykki. Ef við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum á grundvelli samþykkis þíns hefurðu rétt á að afturkalla samþykki þitt án þess að það hafi áhrif á lögmæti þess sem við gerðum áður.
- Réttur til að hafna framtíðarsamskiptum Þú getur valið að hafna (segja upp áskrift að) tilteknum framtíðarsamskiptum, svo sem markaðssetningartölvupósti.
- Réttur til að flytja eigin gögn. Þú kannt að hafa rétt til að fara fram á að við flytjum upplýsingarnar sem okkur eru veittar frá einu fyrirtæki til annars eða látum þér þær í té.
Þú gætir notið frekari réttinda sem tengjast persónuupplýsingunum þínum, allt eftir því hvar þú býrð og hvar sú skrifstofa BeiGene sem meðhöndlar persónuupplýsingarnar er staðsett. Frekari upplýsingar er að finna í kaflanum um viðkomandi ríki.
Ef þú vilt nýta réttindi þín getur þú sent okkur tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við bregðumst við beiðnum innan þess tímaramma sem kveðið er á um í gildandi lögum. Stundum gætum við þurft að staðfesta hver þú ert til að ganga úr skugga um að spurningin komi raunverulega frá þér og til að halda upplýsingunum þínum öruggum. Við látum þig vita: (i) þegar beiðnin hefur verið afgreidd, (ii) ef við höfnum beiðninni (til dæmis vegna þess að undanþága á við) eða (iii) ef gjald er innheimt fyrir að vinna úr beiðninni.
Þú getur valið einhvern til að koma fram fyrir þína hönd en við þurfum einnig að staðfesta auðkenni viðkomandi aðila og tryggja að honum sé heimilt að koma fram fyrir þína hönd. Ef við getum ekki gert það getum við mögulega ekki orðið við beiðninni.
Ef þú telur að BeiGene hafi misfarið með persónuupplýsingar þínar eða brotið gegn réttindum þínum gætir þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til gagnaverndaryfirvalda í heimalandi þínu. Einnig er hægt að gera okkur viðvart með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com. Við tökum áhyggjur þínar alvarlega.
Við mismunum þér ekki fyrir að nýta þér lagalegan rétt þinn sem skráður aðili.
Okkur ber skylda til að fara að almennum persónuverndarreglugerðum Evrópusambandsins og Bretlands („GDPR“), svissnesku alríkislögunum um gagnavernd (FADP) og annarri staðbundinni löggjöf við meðhöndlun tiltekinna persónuupplýsinga sem við söfnum. Þær rekstrareiningar BeiGene sem safna persónuupplýsingunum þínum taka ábyrgð á því. Ef þú ert ekki viss um hver ábyrgðaraðili upplýsinganna þinna er skaltu hafa samband og spyrja okkur.
Sérstök gögn
Hugsanlega verður unnið úr sérstökum flokkum upplýsinga (t.d. persónuupplýsingum sem leiða í ljós kynþátt eða þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða lífsskoðanir, aðild að stéttarfélagi, kynlíf, kynhneigð, erfðafræðilegum upplýsingum, líftölfræðilegum upplýsingum og heilsufarsupplýsingum) við eftirfarandi aðstæður:
- þegar þú gefur okkur skýrt samþykki þitt;
- í þágu rannsókna á sviði vísinda;
- þegar þess er krafist samkvæmt lögum eða lög leyfa það; og
- Af öðrum lagalegum ástæðum, t.d. til sóknar eða varnar á réttarkröfum
Ef við þurfum að safna persónuupplýsingum þínum samkvæmt lögum eða skilmálum samnings sem við höfum gert við þig og þú veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar kann að vera að við getum ekki framkvæmt samninginn sem við höfum gert eða erum að reyna að gera við þig.
Gagnaflutningur
BeiGene starfar í mörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kína, Sviss, Ástralíu og fleiri löndum. Það þýðir að við getum flutt eða veitt aðgang að persónuupplýsingum þínum til hlutdeildarfélaga, þjónustuveitenda eða samstarfsaðila og annarra í öðrum löndum þar sem gagnaverndarlögin eru hugsanlega ekki eins sterk og í þínu landi.
Ef ESB/EES, Bretland og Sviss telja viðtökulandið ekki veita fullnægjandi persónuvernd reiðum við okkur á aðrar verndarráðstafanir (t.d. föst samningsákvæði ESB eða samning Bretlands um alþjóðlega gagnaflutninga) auk tæknilegra stjórntækja, svo sem dulkóðunar gagna og takmörkunar aðgangs við tiltekna einstaklinga, til að tryggja að réttindi þín njóti enn verndar í þessum löndum.
Ef þú þarft frekari upplýsingar um hvernig við notum þessar verndarráðstafanir skaltu hafa samband við okkur.
Réttindi þín
Auk þeirra réttinda sem tilgreind eru í hlutanum VALKOSTIR ÞÍNIR OG RÉTTINDI nýturðu eftirfarandi viðbótarréttinda:
- Réttur þinn til takmörkunar á vinnslu. Þú getur beðið okkur að takmarka hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar í takmarkaðan tíma við ákveðnar aðstæður.
- Réttindi þín til að andmæla markaðssetningu. Þú getur hafnað því að fá markaðsefni frá okkur hvenær sem er með því að nota uppsagnarvalkostinn eða eiginleikann í stillingamiðstöðinni í markaðstölvupósti sem þú færð frá okkur. Við gætum þó mögulega sent þér tölvupóst í tengslum við samband okkar eða einhver ákveðin viðskipti jafnvel þótt þú segir upp áskrift að markaðstölvupósti.
- Réttur þinn til að andmæla vinnslu. Einnig geturðu andmælt því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum. Þá vinnum við ekki lengur úr upplýsingunum þínum nema við getum fært sannfærandi og lögmæt rök fyrir vinnslunni sem hafa meira vægi en hagsmunir þínir og réttindi, t.d. til að fara að lagaskyldu eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
- Réttindi í tengslum við sjálfvirka ákvarðanatöku, þ.m.t. gerð persónusniðs. Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) og bresku persónuverndarreglugerðinni áttu rétt á að óska eftir endurskoðun með mannlegri íhlutun á sjálfvirkri ákvörðun ef persónuupplýsingarnar þínar eru notaðar til að spá fyrir um eða taka ákvörðun eingöngu með sjálfvirkum hætti.
Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni kann beiting þessara réttinda að vera takmörkuð eða tafin, háð lagagrundvelli fyrir úrvinnslu gagnanna, t.d.:
Kökur, pixlamerki og önnur rakningarverkfæri (hér eftir nefnd „kökur“) eru litlar skrár sem vefsvæði og forrit nota til að geyma eða sækja upplýsingar í vafra eða tæki (tölvu, spjaldtölvu, farsíma o.s.frv.) þegar þú notar netþjónustu okkar. Þær gera vefsvæðum kleift að muna hvað þú vilt og bæta vafranotkun.
Þegar þú heimsækir vefsvæði okkar í fyrsta skipti (eða eftir að hafa eytt kökum) biðjum við þig um leyfi til að nota kökur. Þú getur valið að samþykkja allar kökur, valið tilteknar tegundir af kökum eða hafnað öllum kökum (öðrum en nauðsynlegum kökum). Kökur persónugreina þig ekki heldur bera þær kennsl á tækið sem þú notar. Þær hjálpa okkur að skilja vafranotkun þína til að geta greint tækið síðar og fínstillt notkunarupplifun þína, vistað stillingarnar þínar og bætt upplifun þína á netinu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um kökur og sjá hvaða kökur eru í tækinu þínu geturðu farið inn á vefsvæði, t.d. www.aboutcookies.org eða www.allaboutcookies.org.
Kökurnar sem við notum eru mismunandi eftir því hvaða vefsvæði eða forrit þú skoðar/notar. Við kunnum að nota eftirfarandi gerðir af kökum:
- Bráðnauðsynlegar kökur: Þessar kökur tryggja að vefsvæði okkar virki sem skyldi. Þær hjálpa til við öryggi, auðvelda vafranotkun og birta vefsíður á réttan hátt. Þú getur gert þær óvirkar í stillingum vafrans en það gæti haft áhrif á virkni sumra vefsvæða. Þú getur þó notað vefsvæðin áfram.
- Afkastakökur: Þessar kökur hjálpa okkur að skilja hvernig gestir nota vefsvæðin okkar svo við getum bætt þau. Þær safna upplýsingum um atriði á borð við fjölda gesta, hvaðan þeir koma og hvaða síður þeir fóru á.
- Samfélagsmiðlakökur: Þessar kökur gera þér kleift að nota samfélagsmiðlaviðbætur á vefsvæðum okkar og deila efni á samfélagsmiðlum; og
- Markkökur (auglýsingakökur): Þessar kökur hjálpa okkur að birta þér ákveðnar auglýsingar, mæla hversu árangursríkar þær eru og sérsníða efni að áhugasviðum þínum og vafrahegðun. Slíkar kökur geta fylgst með þér yfir tímabil og á ýmsum vefsvæðum (til dæmis ef þú heimsækir vefsvæði okkar oft eða heimsækir mörg vefsvæði BeiGene).
Auk þess að velja þínar eigin kökur leyfa flestir vafrar þér að stjórna kökum í stillingum vafrans. Yfirleitt er hægt að eyða kökum sem fyrir eru og jafnvel stilla vafrann þannig að sjálfgefið sé að hann hafni öllum kökum. Hægt er að fá leiðbeiningar um þetta á heimasíðu vafrans. Ef þú hafnar öllum kökum geturðu áfram notað vefsvæðin okkar en sumir eiginleikar gætu ekki virkað rétt.
Flestar kökur skrá ekki IP-töluna þína (númerið sem netveitan notar til að auðkenna tölvuna þína) en tilteknar kökur nota þessar upplýsingar til að gera almenna athugun á staðsetningu, til dæmis til að tryggja að þér sé vísað á þá útgáfu vefsvæðisins sem á við um staðsetningu þína. Þar að auki þurfa kerfin okkar IP-töluna þína til að leiða upplýsingar (svo sem myndir á vefsvæðinu) aftur til þín. Við kunnum einnig að nota IP-tölur til að eiga samskipti við eða loka á gesti sem fara ekki að notkunarskilmálum okkar.
Fyrir markvissar (auglýsinga-)kökur bregðumst við við merkjunum „Ekki rekja“ í vafranum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um merkin „Ekki rekja“ hér: https://allaboutdnt.com/.
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugasemdir vegna þessarar persónuverndarstefnu eða hvernig við gerum hlutina skaltu ekki hika við að leita til okkar með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við leitumst við að bregðast við beiðni þinni eins fljótt og kostur gefst, í samræmi við gildandi lög.
Til að tryggja öryggi upplýsinga þinna athugum við hver þú ert áður en við veitum aðgang eða gerum breytingar. Hafðu í huga að jafnvel þótt við fjarlægjum eða breytum upplýsingunum þínum gætu leifar af þeim orðið eftir í skránum okkar.
Við leggjum áherslu á að vera aðgengileg öllum, líka fólki með fatlanir. Ef þú þarft þetta skjal á öðru sniði skaltu hafa samband við okkur í privacy@beigene.com.
Gildistökudagur síðustu breytinga 10. nóvember 2023
Smelltu hér til að sækja eða prenta út afrit af þessari persónuverndarstefnu um aukaverkanir og kvartanir um vörur.
BeiGene heitir því að virða og vernda persónuupplýsingar þínar. Að jafnaði söfnum við ekki persónuupplýsingum um sjúklinga sem nota vörurnar okkar. Stundum þurfum við þó á slíkum upplýsingum að halda til að uppfylla kvaðir um skýrslugjöf og til að fylgjast með öryggi og gæðum varanna okkar. Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem varða þig og mögulegt er að tengja aftur við þig.
Ábyrgðaraðilar gagna hvað varðar persónuupplýsingar þínar (þ.e. aðilinn sem ákvarðar hvernig og hvers vegna persónuupplýsingar þínar eru notaðar) samkvæmt þessari persónuverndarstefnu eru:
- BeiGene, Ltd., til að hafa umsjón með alþjóðlegu öryggis- og vörugæðaeftirliti og skýrslugerð,
- rekstrareining eða samstarfsaðili BeiGene sem veitir aðstoð í landinu eða á svæðinu þar sem þú býrð, og
- Aðrar rekstrareiningar eða viðskiptafélagar BeiGene sem þurfa að senda þessar skýrslur til eftirlitsyfirvalda í öðrum löndum eða svæðum.
Ef þú hefur spurningar eða kvartanir og vilt hafa samband við ábyrgðaraðila gagna eða gagnaverndarfulltrúa hans skaltu skoða hlutann „Nýting réttinda þinna“ hér að neðan.
Þessi persónuverndarstefna um aukaverkanir er fyrir einstaklinga sem veita persónuupplýsingar, eða sem persónuupplýsingar eru veittar um, til BeiGene, Ltd. og/eða dótturfyrirtækja þess („BeiGene“, „við“, „okkur“, „okkar“) í tengslum við kvörtun um vöru eða tilkynningu um aukaverkun*.
*- Ef þú ert þátttakandi í klínískri rannsókn eða annarri rannsókn sem styrkt er af BeiGene og hefur spurningar um hvernig persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar eða réttindi þín í tengslum við viðkomandi rannsókn skaltu skoða eintakið af upplýsingablaði fyrir sjúkling og eyðublaðinu fyrir upplýst samþykki sem þú fékkst í hendur.
* „Tilkynnandinn“ er einstaklingurinn sem tilkynnti aukaverkun eða sendi inn kvörtun til BeiGene og „viðfangið“ er einstaklingurinn sem varð fyrir aukaverkuninni eða sem kvörtunin um vöruna varðar. Þetta getur verið einn og sami einstaklingurinn.
Frekari upplýsingar um vinnslu BeiGene á persónuupplýsingum í öðrum tilgangi má finna í persónuverndarstefnu okkar.
Við söfnum persónuupplýsingunum þínum vegna þess að okkur ber lagaleg skylda til þess og á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar til að tryggja öryggi og gæði varanna okkar. Þessar skyldur eru óháðar aldri þínum.
Vefsvæðin okkar eru ekki ætluð einstaklingum yngri en 16 ára („börnum“). Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum beint frá börnum í gegnum vefsvæði okkar. Ef þú ert barn biðjum við þig því um að nota ekki vefsvæði okkar né veita okkur nokkrar upplýsingar í gegnum vefsvæði okkar eða á annan hátt nema við höfum fyrst fengið samþykki foreldris eða forráðamanns, þar sem við á.
Við hyggjumst uppfæra þessa persónuverndarstefnu reglulega til samræmis við starfsvenjur okkar. Því mælum við með því að skoða þessa persónuverndarstefnu öðru hverju. Ef um efnislegar breytingar er að ræða gætum við gert ráðstafanir til að gera þér viðvart áður en þær taka gildi.
Gildistökudagur síðustu uppfærslu: 10. nóvember 2023
Við vinnum úr persónuupplýsingum sem þú veitir okkur eða sem við söfnum og varða tilkynningu þína um aukaverkun eða kvörtun vegna vörunnar. Á síðustu tólf (12) mánuðum gæti þetta hafa falið í sér:
Ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður sem tilkynnir um aukaverkun eða leggur fram kvörtun um vöru gætum við einnig safnað upplýsingum um faglega menntun þína og hæfi.
Hugsanlegir viðtakendur eru tilgreindir í hlutanum PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÞÍNUM DEILT í þessari stefnu.
Að jafnaði fáum við persónuupplýsingar þínar beint frá þér, t.d. þegar þú hefur samband við okkur, fyllir út eyðublað, kaupir vörur okkar, veitir okkur þjónustu, skráir reikning eða biður um markaðsefni og upplýsingar.
Stundum kunnum við að fá persónuupplýsingar um þig frá öðrum aðilum, til dæmis þegar þú hefur gefið þriðja aðila fyrirmæli um að senda okkur upplýsingar eða þegar við höfum gert samkomulag við rannsóknaraðila sem við störfum með, samstarfsaðila og þjónustuveitendur. Við kunnum einnig að safna upplýsingum sem almennur aðgangur er að, til dæmis opinberum upplýsingum eða upplýsingum af vefsvæðum, samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum kerfum.
Ef þú notar vefsvæði okkar kunnum við að safna upplýsingum úr tölvunni þinni eða öðru tæki með því að nota kökur og aðra gagnasöfnunartækni. Frekari upplýsingar er að finna í stefnunni um notkun á kökum.
Við notum persónuupplýsingar þínar til að meðhöndla, fylgjast með og, ef nauðsyn krefur, tilkynna um tilkynningu þína um aukaverkun eða kvörtun um vöruna í samræmi við lögmæta hagsmuni og/eða lagalegar skyldur okkar og til að vernda persónuhagsmuni þína.
Við notum þær einnig til að gera væntanlegar klínískar prófanir og vörur til lækninga í framtíðinni öruggari og uppfylla skyldur okkar samkvæmt lögum og reglugerðum.
Ef þú ert þátttakandi í tilraunanotkun á vegum BeiGene notum við gögnin þín til að skrásetja heilsufarssögu þína til að stuðla að öryggi framtíðarmeðferða með vörum okkar í samræmi við lögmæta hagsmuni okkar og/eða skyldur okkar samkvæmt lögum og reglugerðum.
Ef þú nýtir persónuverndarréttindi þín notum við gögnin þín til að bregðast við beiðninni í samræmi við lagalegar skyldur okkar.
Við vinnum úr þessum upplýsingum til að fylgja lögum og efna samninga okkar og þær hjálpa okkur að fylgjast með og/eða tilkynna aukaverkanir með tilliti til gæða vara okkar, auk þess að gæta lögmætra hagsmuna okkar til þess að fylgjast með, taka tillit til og bregðast við hvers kyns kvörtunum vegna lyfja okkar eða meðferða.
Gerð persónusniðs“ þýðir að greina áhugamál, venjur, hegðun og önnur einkenni einhvers til að spá fyrir um eða taka ákvarðanir um viðkomandi. „Sjálfvirk ákvarðanataka“ er þegar tölvuforrit, sjálfvirkt kerfi eða reiknirit gerir slíka spá eða tekur slíka ákvörðun. Persónusnið, spár eða ákvarðanir eru þó aldrei inntar af hendi með fullkomlega sjálfvirkum hætti án þess að mannshöndin komi þar nærri.
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem lýst er hér að framan, nema lög kveði á um að við þurfum að geyma þær lengur.
Þar má einkum nefna:
- sé um tilkynningu um aukaverkun að ræða geymum við persónuupplýsingar sem tengjast tilkynningu þinni í minnst 25 ár.
- sé um kvörtun vegna vöru eða meðferðar okkar að ræða geymum við persónuupplýsingar sem tengjast tilkynningu þinni í minnst 25 ár.
Auk þess kann BeiGene að varðveita persónuupplýsingar þínar lengur á meðan eftirfarandi stendur yfir:
- fyrningarfrestur, ef þörf krefur vegna sönnunargagna;
- viðeigandi varðveislutímar samkvæmt lögum, einkum að því er varðar eftirlitsmál, eða annar lögboðinn varðveislutími (svo sem vegna varðveisluskyldu eða rannsóknar).
BeiGene starfar í mörgum löndum um heim allan og persónuupplýsingarnar þínar gætu verið aðgengilegar eða þeim deilt innan BeiGene-samstæðunnar og með þriðju aðilum í mismunandi löndum eins og útskýrt er í hlutanum PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÞÍNUM DEILT í þessari persónuverndarstefnu. Lög í tilteknum löndum bjóða hugsanlega ekki upp á sama umfang verndunar og lögin í landinu eða á svæðinu þar sem þú býrð. Í slíkum tilfellum, og eins og gildandi lög kveða á um, grípum við til ráðstafana til að tryggja öryggi upplýsinganna þinna, t.d. með því að gera samninga við viðtakendur upplýsinganna eða innleiða frekari gagnavernd.
Þótt við gerum okkar besta til að vernda upplýsingarnar þínar getum við ekki ábyrgst fullkomlega öryggi þeirra. Vertu á varðbergi þegar þú ákveður hvaða upplýsingum þú deilir með okkur þegar þú sendir upplýsingar netleiðis.
Við kunnum að deila persónuupplýsingunum þínum innan BeiGene-fyrirtækjasamstæðunnar og með þriðju aðilunum sem tilgreindir eru hér á eftir. Það sem við deilum, af hverju við deilum því og hvaða öryggisráðstafanir við innleiðum fer eftir því hverjir þessir þriðju aðilar eru og hvar þeir eru. Við seljum þó ekki persónuupplýsingar sem við söfnum.
Þú getur valið að gefa okkur ekki upp persónuupplýsingar þínar; það gæti hins vegar falið í sér að þú getir ekki viðhaldið tengslum þínum eða samskiptum við okkur eða notað tiltekna þjónustu, t.d. stoðþjónustu fyrir sjúklinga.
Samkvæmt tilteknum lögum eins og almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR), persónuverndarlögum fyrir neytendur í Kaliforníu frá 2018 (CCPA), persónuverndarréttindum Kaliforníuríkis frá 2020 (CPRA) eða lögum um öryggi á netinu í Kína (þ.m.t. framkvæmdarreglugerðir þeirra og landsstaðlar) gætirðu haft eftirfarandi réttindi að því er varðar persónuupplýsingarnar þínar, eftir því hvaða lög eru í gildi þar sem þú ert:
- Réttur til aðgangs. Þú getur beðið okkur um skýrar, gagnsæjar og skiljanlegar upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar, þar á meðal upplýsingar um hvar og með hverjum við deilum þeim, og óskað eftir afritum af þeim.
- Réttur til leiðréttingar. Þú getur beðið okkur um að leiðrétta upplýsingar sem þú telur úreltar eða ónákvæmar og/eða beðið um að bætt sé við þær ef þær eru ófullnægjandi.
- Réttur til að eyða. Við tilteknar, takmarkaðar aðstæður geturðu jafnframt farið fram á að við eyðum persónuupplýsingunum þínum.
- Réttur til að afturkalla samþykki. Ef við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum á grundvelli samþykkis þíns hefurðu rétt á að afturkalla samþykki þitt án þess að það hafi áhrif á lögmæti þess sem við gerðum áður.
- Réttur til að flytja eigin gögn. Þú kannt að hafa rétt til að fara fram á að við flytjum upplýsingarnar sem okkur eru veittar frá einu fyrirtæki til annars eða látum þér þær í té.
Þú gætir notið frekari réttinda sem tengjast persónuupplýsingunum þínum, allt eftir því hvar þú býrð og hvar sú skrifstofa BeiGene sem meðhöndlar persónuupplýsingarnar er staðsett. Frekari upplýsingar er að finna í kaflanum um viðkomandi ríki.
Ef þú vilt nýta réttindi þín getur þú sent okkur tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við bregðumst við beiðnum innan þess tímaramma sem kveðið er á um í gildandi lögum. Stundum gætum við þurft að staðfesta hver þú ert til að ganga úr skugga um að spurningin komi raunverulega frá þér og til að halda upplýsingunum þínum öruggum. Við látum þig vita (i) þegar beiðnin hefur verið afgreidd, (ii) ef við höfnum beiðninni (til dæmis vegna þess að undanþága á við) eða (iii) ef gjald er innheimt fyrir að vinna úr beiðninni.
Þú getur valið einhvern til að koma fram fyrir þína hönd en við þurfum einnig að staðfesta auðkenni viðkomandi aðila og tryggja að honum sé heimilt að koma fram fyrir þína hönd. Ef við getum ekki gert það getum við mögulega ekki orðið við beiðninni.
Ef þú telur að BeiGene hafi misfarið með persónuupplýsingar þínar eða brotið gegn réttindum þínum gætir þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til gagnaverndaryfirvalda í heimalandi þínu. Einnig er hægt að gera okkur viðvart með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com. Við tökum áhyggjur þínar alvarlega.
Við mismunum þér ekki fyrir að nýta þér lagalegan rétt þinn sem skráður aðili.
Okkur ber skylda til að fara að almennum persónuverndarreglugerðum Evrópusambandsins og Bretlands („GDPR“), svissnesku alríkislögunum um gagnavernd (FADP) og annarri staðbundinni löggjöf við meðhöndlun tiltekinna persónuupplýsinga sem við söfnum. Þær rekstrareiningar BeiGene sem safna persónuupplýsingunum þínum taka ábyrgð á því. Ef þú ert ekki viss um hver ábyrgðaraðili upplýsinganna þinna er skaltu hafa samband og spyrja okkur.
Sérstök gögn
Hugsanlega verður unnið úr sérstökum flokkum upplýsinga (t.d. persónuupplýsingum sem leiða í ljós kynþátt eða þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða lífsskoðanir, aðild að stéttarfélagi, kynlíf, kynhneigð, erfðafræðilegum upplýsingum, líftölfræðilegum upplýsingum og heilsufarsupplýsingum) við eftirfarandi aðstæður:
- þegar þú gefur okkur skýrt samþykki þitt;
- í þágu rannsókna á sviði vísinda;
- þegar þess er krafist samkvæmt lögum eða lög leyfa það; og
- af öðrum lagalegum ástæðum, t.d. til sóknar eða varnar á réttarkröfum.
Ef við þurfum að safna persónuupplýsingum þínum samkvæmt lögum eða skilmálum samnings sem við höfum gert við þig og þú veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar kann að vera að við getum ekki framkvæmt samninginn sem við höfum gert eða erum að reyna að gera við þig.
Gagnaflutningur
BeiGene starfar í mörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kína, Sviss, Ástralíu og fleiri löndum. Það þýðir að við getum flutt eða veitt aðgang að persónuupplýsingum þínum til hlutdeildarfélaga, þjónustuveitenda eða samstarfsaðila og annarra í öðrum löndum þar sem gagnaverndarlögin eru hugsanlega ekki eins sterk og í þínu landi.
Ef ESB/EES, Bretland og Sviss telja viðtökulandið ekki veita fullnægjandi persónuvernd reiðum við okkur á aðrar verndarráðstafanir (t.d. föst samningsákvæði ESB eða samning Bretlands um alþjóðlega gagnaflutninga) auk tæknilegra stjórntækja, svo sem dulkóðunar gagna og takmörkunar aðgangs við tiltekna einstaklinga, til að tryggja að réttindi þín njóti enn verndar í þessum löndum.
Ef þú þarft frekari upplýsingar um hvernig við notum þessar verndarráðstafanir skaltu hafa samband við okkur.
Réttindi þín
Auk þeirra réttinda sem tilgreind eru í hlutanum VALKOSTIR ÞÍNIR OG RÉTTINDI nýturðu eftirfarandi viðbótarréttinda:
- Réttur þinn til takmörkunar á vinnslu. Þú getur beðið okkur að takmarka hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar í takmarkaðan tíma við ákveðnar aðstæður.
- Réttur þinn til að andmæla vinnslu. Einnig geturðu andmælt því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum. Þá vinnum við ekki lengur úr upplýsingunum þínum nema við getum fært sannfærandi og lögmæt rök fyrir vinnslunni sem hafa meira vægi en hagsmunir þínir og réttindi, t.d. til að fara að lagaskyldu eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
- Réttindi í tengslum við sjálfvirka ákvarðanatöku, þ.m.t. gerð persónusniðs. Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) og bresku persónuverndarreglugerðinni áttu rétt á að óska eftir endurskoðun með mannlegri íhlutun á sjálfvirkri ákvörðun ef persónuupplýsingarnar þínar eru notaðar til að spá fyrir um eða taka ákvörðun eingöngu með sjálfvirkum hætti.
Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni kann beiting þessara réttinda að vera takmörkuð eða tafin, háð lagagrundvelli fyrir úrvinnslu gagnanna, t.d.:
Kökur, pixlamerki og önnur rakningarverkfæri (hér eftir nefnd „kökur“) eru litlar skrár sem vefsvæði og forrit nota til að geyma eða sækja upplýsingar í vafra eða tæki (tölvu, spjaldtölvu, farsíma o.s.frv.) þegar þú notar netþjónustu okkar. Þær gera vefsvæðum kleift að muna hvað þú vilt og bæta vafranotkun.
Þegar þú heimsækir vefsvæði okkar í fyrsta skipti (eða eftir að hafa eytt kökum) biðjum við þig um leyfi til að nota kökur. Þú getur valið að samþykkja allar kökur, valið tilteknar tegundir af kökum eða hafnað öllum kökum (öðrum en nauðsynlegum kökum). Kökur persónugreina þig ekki heldur bera þær kennsl á tækið sem þú notar. Þær hjálpa okkur að skilja vafranotkun þína til að geta greint tækið síðar og fínstillt notkunarupplifun þína, vistað stillingarnar þínar og bætt upplifun þína á netinu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um kökur og sjá hvaða kökur eru í tækinu þínu geturðu farið inn á vefsvæði, t.d. www.aboutcookies.org eða www.allaboutcookies.org.
Kökurnar sem við notum eru mismunandi eftir því hvaða vefsvæði eða forrit þú skoðar/notar. Við kunnum að nota eftirfarandi gerðir af kökum:
- Bráðnauðsynlegar kökur: Þessar kökur tryggja að vefsvæði okkar virki sem skyldi. Þær hjálpa til við öryggi, auðvelda vafranotkun og birta vefsíður á réttan hátt. Þú getur gert þær óvirkar í stillingum vafrans en það gæti haft áhrif á virkni sumra vefsvæða. Þú getur þó notað vefsvæðin áfram.
- Afkastakökur: Þessar kökur hjálpa okkur að skilja hvernig gestir nota vefsvæðin okkar svo að við getum bætt þau. Þær safna upplýsingum um atriði á borð við fjölda gesta, hvaðan þeir koma og hvaða síður þeir fóru á.
- Samfélagsmiðlakökur: Þessar kökur gera þér kleift að nota samfélagsmiðlaviðbætur á vefsvæðunum okkar og deila efni á samfélagsmiðlum; og
- Markkökur (auglýsingakökur): Þessar kökur hjálpa okkur að birta þér ákveðnar auglýsingar, mæla hversu árangursríkar þær eru og sérsníða efni að áhugasviðum þínum og vafrahegðun. Slíkar kökur geta fylgst með þér yfir tímabil og á ýmsum vefsvæðum (til dæmis ef þú heimsækir vefsvæði okkar oft eða heimsækir mörg vefsvæði BeiGene).
Auk þess að velja þínar eigin kökur leyfa flestir vafrar þér að stjórna kökum í stillingum vafrans. Yfirleitt er hægt að eyða kökum sem fyrir eru og jafnvel stilla vafrann þannig að sjálfgefið sé að hann hafni öllum kökum. Hægt er að fá leiðbeiningar um þetta á heimasíðu vafrans. Ef þú hafnar öllum kökum geturðu áfram notað vefsvæðin okkar en sumir eiginleikar gætu ekki virkað rétt.
Flestar kökur skrá ekki IP-töluna þína (númerið sem netveitan notar til að auðkenna tölvuna þína) en tilteknar kökur nota þessar upplýsingar til að gera almenna athugun á staðsetningu, til dæmis til að tryggja að þér sé vísað á þá útgáfu vefsvæðisins sem á við um staðsetningu þína. Þar að auki þurfa kerfin okkar IP-töluna þína til að leiða upplýsingar (svo sem myndir á vefsvæðinu) aftur til þín. Við kunnum einnig að nota IP-tölur til að eiga samskipti við eða loka á gesti sem fara ekki að notkunarskilmálum okkar.
Fyrir markvissar (auglýsinga-)kökur bregðumst við við merkjunum „Ekki rekja“ í vafranum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um merkin „Ekki rekja“ hér: https://allaboutdnt.com/.
Þú getur alltaf haft samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir um persónuverndarstefnu okkar eða starfsvenjur. Hægt er að senda tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við leitumst við að bregðast við beiðni þinni eins fljótt og kostur gefst, í samræmi við gildandi lög.
Til að tryggja persónuvernd þína og öryggi grípum við til raunhæfra ráðstafana til að staðfesta hver þú ert áður en við veitum aðgang eða gerum leiðréttingar. Athugaðu að þrátt fyrir að beðið hafi verið um að upplýsingar séu fjarlægðar eða þeim breytt gætu leifar af upplýsingum orðið eftir í gagnagrunnum okkar og öðrum skrám.
Við leitumst við að koma til móts við alla einstaklinga óháð fötlun. Ef þú þarft þetta skjal á öðru sniði skaltu hafa samband við okkur í privacy@beigene.com.
Gildistökudagur síðustu breytinga 10. nóvember 2023
Smelltu hér til að sækja eða prenta út afrit af þessari persónuverndarstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
BeiGene heitir því að virða og vernda persónuupplýsingar þínar. „Persónuupplýsingar“ eru upplýsingar sem varða þig og mögulegt er að tengja aftur við þig.
Ábyrgðaraðili gagna hvað varðar persónuupplýsingar þínar (þ.e. aðilinn sem ákvarðar hvernig og hvers vegna persónuupplýsingar þínar eru notaðar) samkvæmt þessari persónuverndarstefnu er BeiGene, Ltd., nema:
- Önnur persónuverndarstefna eða -tilkynning nefni annan aðila, eða
- Þú eigir í samskiptum við eða starfir fyrir aðra rekstrareiningu innan BeiGene.
Í slíkum tilvikum er hinn aðilinn sem nefndur er, eða sem þú starfar fyrir, ábyrgðaraðilinn. Ef þú hefur spurningar eða kvartanir og vilt hafa samband við ábyrgðaraðila gagna eða gagnaverndarfulltrúa hans skaltu skoða hlutann „Nýting réttinda þinna“ hér að neðan.
Þessi persónuverndarstefna fyrir heilbrigðisstarfsfólk (hér á eftir nefnd „persónuverndarstefna“) er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og öðrum í heilbrigðisstétt (t.d. lyfjafræðingum, tölfræðingum, starfsfólki og öðrum fulltrúum læknastofa, sjúkrahúsa og háskóla- og læknamiðstöðva) að öllu leyti, („heilbrigðisstarfsfólki“) sem veitir BeiGene, Ltd. og/eða dótturfyrirtækjum þess („BeiGene“, „við“, „okkur“, „okkar“) persónuupplýsingar og/eða segir til um persónuupplýsingar hverra við fáum.
Hún lýsir því hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar og hvernig þú getur neytt réttar þíns.
Hér eru nokkur mikilvæg atriði til að hafa í huga við lesturinn:
- Sumir hlutar þessarar persónuverndarstefnu eiga hugsanlega ekki við um þig eftir því hvar þú býrð eða tegund persónuupplýsinga sem við varðveitum um þig. Ef við greiðum þér ekki þurfum við til dæmis ekki á bankaupplýsingunum þínum að halda.
- Við tilteknar aðstæður geta aðrar persónuverndarstefnur eða -tilkynningar bæst við eða komið í staðinn fyrir þessa. Ef það gerist gildir sú stefna eða tilkynning um meðhöndlun persónuupplýsinga.
- Vefsvæði okkar, vefgáttir, farsímaforrit eða önnur stafræn þjónusta (einu nafni „vefsvæðin“ okkar) geta innihaldið tengla á vefsvæði sem við hvorki stjórnum, stýrum né styðjum. Þegar þú ferð á þessi vefsvæði berum við ekki ábyrgð á verndun og persónuvernd upplýsinga sem þú veitir. Við mælum með því að lesa persónuverndarstefnur þeirra og hafa beint samband við þau til að fá upplýsingar um starfsvenjur þeirra varðandi persónuvernd.
Vefsvæðin okkar eru ekki ætluð einstaklingum yngri en 16 ára („börnum“). Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum beint frá börnum í gegnum vefsvæði okkar. Ef þú ert barn biðjum við þig því um að nota ekki vefsvæði okkar né veita okkur nokkrar upplýsingar í gegnum vefsvæði okkar eða á annan hátt nema við höfum fyrst fengið samþykki foreldris eða forráðamanns, þar sem við á.
Við hyggjumst uppfæra þessa persónuverndarstefnu reglulega til samræmis við starfsvenjur okkar. Því mælum við með því að skoða þessa persónuverndarstefnu öðru hverju. Ef um efnislegar breytingar er að ræða gætum við gert ráðstafanir til að gera þér viðvart áður en þær taka gildi.
Gildistökudagur síðustu uppfærslu: 10. nóvember 2023
Við gætum hafa safnað og notað eitthvað af eftirfarandi tegundum persónuupplýsinga um þig, eftir því hver samskipti þín við BeiGene voru undanfarna tólf (12) mánuði:
Tilteknar upplýsingar (svo sem heilsufarsupplýsingar) geta talist viðkvæmari samkvæmt gildandi lögum. Við söfnum þessum upplýsingum ekki reglulega eða notum þær á annan hátt (nema í stuðningsáætlunum fyrir sjúklinga), en þar sem við gerum það munum við:
- aðeins safna þessum upplýsingum þegar þörf er á;
- grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda og vinna úr viðkvæmum persónuupplýsingum þínum; og,
- tilkynna þér um eða fá skýrt samþykki þitt fyrir vinnslu á viðkvæmum persónuupplýsingum þegar þess er krafist samkvæmt gildandi lögum.
Í flestum tilvikum söfnum við persónuupplýsingunum þínum beint frá þér, svo sem þegar þú átt í samskiptum við okkur eða fulltrúa okkar í gegnum síma, tölvupóst eða í eigin persónu, fyllir út eyðublað eða könnun, veitir þjónustu, tekur þátt í eða óskar eftir að verða tekin(n) til greina í klínískum rannsóknum okkar, áætlunum, ráðgjafanefndum eða ráðgjöf, skráir þig fyrir aðgangi, sækir viðburð sem er styrktur af BeiGene eða biður um að fá markaðsefni og upplýsingar.
Stundum kunnum við einnig að fá persónuupplýsingar um þig frá öðrum aðilum,, svo sem frá rannsóknaraðilum sem við störfum með og samstarfsaðilum, sérhæfðum apótekum, sjúkratryggingafélögum eða upplýsingar sem almennur aðgangur er að (t.d. á vefsvæðum, samfélagsmiðlum og í öðrum stafrænum kerfum, birtingargagnagrunnum, tímaritum, félögum, ritstjórnarvefjum, landsupplýsingum, fagskrám og gagnagrunnum þriðju aðila um heilbrigðisstarfsmenn). Við kunnum einnig að fá upplýsingar frá þriðju söluaðilum og þjónustuveitendum svo að við getum haft samband við þig í tengslum við faglega sérþekkingu þína eða til að skilja betur meðferðarvenjur á þínu sérsviði.
Ef þú notar vefsvæði okkar kunnum við að safna upplýsingum úr tölvunni þinni eða öðru tæki með því að nota kökur og aðra gagnasöfnunartækni. Frekari upplýsingar er að finna í stefnunni um notkun á kökum.
Meðhöndlun persónuupplýsinga fer eftir því hvers vegna við söfnuðum þeim, t.d. hvort hún ræðst af samskiptum þínum við BeiGene, gildandi lögum eða okkar eigin verklagsreglum og kröfum, eins og lýst er hér á eftir:
Gerð persónusniðs“ þýðir að greina áhugamál, venjur, hegðun og önnur einkenni einhvers til að spá fyrir um eða taka ákvarðanir um viðkomandi. „Sjálfvirk ákvarðanataka“ er þegar tölvuforrit, sjálfvirkt kerfi eða reiknirit gerir slíka spá eða tekur slíka ákvörðun. Til að sérsníða samskipti okkar að heilbrigðisstarfsfólkinu kunnum við meðal annars að greina sérsvið þeirra, starfsaldur, sjúklinga og meðhöndlaða sjúkdóma, lyfjaávísanir, rannsóknir og birtar greinar og atvinnutengdar færslur á samfélagsmiðlum. Persónusnið, spár eða ákvarðanir eru þó aldrei innt af hendi með fullkomlega sjálfvirkum hætti án þess að mannshöndin komi þar nærri.
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar aðeins í þann tíma sem þarf út af ástæðunum sem eru útskýrðar í þessari persónuverndarstefnu. Stundum varðveitum við þær lengur til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar. Til að ákveða hve lengi við geymum þær skoðum við magn og tegund upplýsinganna og hversu viðkvæmar þær eru, hugsanlega hættu á skaða vegna óheimillar notkunar eða birtingar upplýsinganna, hvers vegna við þurfum þær, hvort við getum gert það sama án þeirra og allar gildandi alþjóðlegar kröfur samkvæmt lögum, reglugerðum og kröfum um reglufylgni.
Þegar þú skráir þig í áskrift að tilkynningum í tölvupósti eða fréttabréfi geymum við upplýsingarnar þar til þú hættir í áskrift. Ef þú leggur fram beiðnir geymum við þær upplýsingar þar til við höfum afgreitt beiðnir þínar. Ef þú biður um að hætta í áskrift geymum við skrá yfir beiðni þína svo lengi sem þarf til að sýna fram á að við höfum farið að beiðninni.
Við geymum líka persónuupplýsingar þínar í:
- viðeigandi tímabil í fyrningarfrestinum, ef þörf krefur vegna sönnunargagna;
- Þeim tilgangi að virða tímabil sem ákveðin eru í lögum, t.d. með tilliti til málefna sem varða viðskipti, lög, reglufylgni og reglugerðir.
BeiGene starfar í mörgum löndum um heim allan og persónuupplýsingarnar þínar gætu verið aðgengilegar eða þeim deilt með öðrum BeiGene-fyrirtækjum og þriðju aðilum í mismunandi löndum eins og útskýrt er í hlutanum PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÞÍNUM DEILT í þessari persónuverndarstefnu. Lög í tilteknum löndum bjóða hugsanlega ekki upp á sama umfang verndunar og lögin í landinu eða á svæðinu þar sem þú býrð. Í slíkum tilfellum, og eins og gildandi lög kveða á um, grípum við til ráðstafana til að tryggja öryggi upplýsinganna þinna, t.d. með því að gera samninga við viðtakendur upplýsinganna eða innleiða frekari gagnavernd.
Þótt við gerum okkar besta til að vernda upplýsingarnar þínar getum við ekki ábyrgst fullkomlega öryggi þeirra. Vertu á varðbergi þegar þú ákveður hvaða upplýsingum þú deilir með okkur þegar þú sendir upplýsingar netleiðis.
Við kunnum að deila persónuupplýsingunum þínum innan BeiGene-fyrirtækjasamstæðunnar og með þriðju aðilunum sem tilgreindir eru hér á eftir. Það sem við deilum, af hverju við deilum því og hvaða öryggisráðstafanir við innleiðum fer eftir því hverjir þessir þriðju aðilar eru og hvar þeir eru. Við seljum þó ekki persónuupplýsingar sem við söfnum.
Þú getur valið að gefa okkur ekki upp persónuupplýsingar þínar; það gæti hins vegar falið í sér að þú getir ekki viðhaldið tengslum þínum eða samskiptum við okkur eða notað tiltekna þjónustu, t.d. stoðþjónustu fyrir sjúklinga.
Samkvæmt tilteknum lögum eins og almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR), persónuverndarlögum fyrir neytendur í Kaliforníu frá 2018 (CCPA), persónuverndarréttindum Kaliforníuríkis frá 2020 (CPRA) eða lögum um öryggi á netinu í Kína (þ.m.t. framkvæmdarreglugerðir þeirra og landsstaðlar) gætirðu haft eftirfarandi réttindi að því er varðar persónuupplýsingarnar þínar, eftir því hvaða lög eru í gildi þar sem þú ert:
- Réttur til aðgangs. Þú getur beðið okkur um skýrar, gagnsæjar og skiljanlegar upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar, þar á meðal upplýsingar um hvar og með hverjum við deilum þeim, og óskað eftir afritum af þeim.
- Réttur til leiðréttingar. Þú getur beðið okkur um að leiðrétta upplýsingar sem þú telur úreltar eða ónákvæmar og/eða beðið um að bætt sé við þær ef þær eru ófullnægjandi.
- Réttur til að eyða. Við tilteknar aðstæður geturðu jafnframt farið fram á að við eyðum persónuupplýsingunum þínum.
- Réttur til að afturkalla samþykki. Ef við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum á grundvelli samþykkis þíns hefurðu rétt á að afturkalla samþykki þitt án þess að það hafi áhrif á lögmæti þess sem við gerðum áður.
- Réttur til að hafna framtíðarsamskiptum Þú getur valið að hafna (segja upp áskrift að) tilteknum framtíðarsamskiptum, svo sem markaðssetningartölvupósti.
- Réttur til að flytja eigin gögn. Þú kannt að hafa rétt til að fara fram á að við flytjum upplýsingarnar sem okkur eru veittar frá einu fyrirtæki til annars eða látum þér þær í té.
Þú gætir notið frekari réttinda sem tengjast persónuupplýsingunum þínum, allt eftir því hvar þú býrð og hvar sú skrifstofa BeiGene sem meðhöndlar persónuupplýsingarnar er staðsett. Frekari upplýsingar er að finna í kaflanum um viðkomandi ríki.
Ef þú vilt nýta réttindi þín geturðu sent okkur tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við bregðumst við beiðnum innan þess tímaramma sem kveðið er á um í gildandi lögum. Stundum gætum við þurft að staðfesta hver þú ert til að ganga úr skugga um að spurningin komi raunverulega frá þér og til að halda upplýsingunum þínum öruggum. Við látum þig vita þegar beiðnin hefur verið afgreidd, ef við höfnum beiðninni (til dæmis vegna þess að undanþága á við) eða ef gjald er innheimt fyrir að vinna úr beiðninni.
Þú getur valið einhvern til að koma fram fyrir þína hönd en við þurfum einnig að staðfesta auðkenni viðkomandi aðila og tryggja að honum sé heimilt að koma fram fyrir þína hönd. Ef við getum ekki gert það getum við mögulega ekki orðið við beiðninni.
Ef þú telur að BeiGene hafi misfarið með persónuupplýsingar þínar eða brotið gegn réttindum þínum gætir þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til gagnaverndaryfirvalda í heimalandi þínu. Einnig er hægt að gera okkur viðvart með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com. Við tökum áhyggjur þínar alvarlega.
Við mismunum þér ekki fyrir að nýta þér lagalegan rétt þinn sem skráður aðili.
Okkur ber skylda til að fara að almennum persónuverndarreglugerðum Evrópusambandsins og Bretlands („GDPR“), svissnesku alríkislögunum um gagnavernd (FADP) og annarri staðbundinni löggjöf við meðhöndlun tiltekinna persónuupplýsinga sem við söfnum. Þær rekstrareiningar BeiGene sem safna persónuupplýsingunum þínum taka ábyrgð á því. Ef þú ert ekki viss um hver ábyrgðaraðili upplýsinganna þinna er skaltu hafa samband og spyrja okkur.
Sérstök gögn
Hugsanlega verður unnið úr sérstökum flokkum upplýsinga (t.d. persónuupplýsingum sem leiða í ljós kynþátt eða þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða lífsskoðanir, aðild að stéttarfélagi, kynlíf, kynhneigð, erfðafræðilegum upplýsingum, líftölfræðilegum upplýsingum og heilsufarsupplýsingum) við eftirfarandi aðstæður:
- þegar þú gefur okkur skýrt samþykki þitt;
- í þágu rannsókna á sviði vísinda;
- þegar þess er krafist samkvæmt lögum eða lög leyfa það; og
- af öðrum lagalegum ástæðum, t.d. til sóknar eða varnar á réttarkröfum.
Ef við þurfum að safna persónuupplýsingum þínum samkvæmt lögum eða skilmálum samnings sem við höfum gert við þig og þú veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar kann að vera að við getum ekki framkvæmt samninginn sem við höfum gert eða erum að reyna að gera við þig.
Gagnaflutningur
BeiGene starfar í mörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kína, Sviss, Ástralíu og fleiri löndum. Það þýðir að við getum flutt eða veitt aðgang að persónuupplýsingum þínum til hlutdeildarfélaga, þjónustuveitenda eða samstarfsaðila og annarra í öðrum löndum þar sem gagnaverndarlögin eru hugsanlega ekki eins sterk og í þínu landi.
Ef ESB/EES, Bretland og Sviss telja viðtökulandið ekki veita fullnægjandi persónuvernd reiðum við okkur á aðrar verndarráðstafanir (t.d. föst samningsákvæði ESB eða samning Bretlands um alþjóðlega gagnaflutninga) auk tæknilegra stjórntækja, svo sem dulkóðunar gagna og takmörkunar aðgangs við tiltekna einstaklinga, til að tryggja að réttindi þín njóti enn verndar í þessum löndum.
Ef þú þarft frekari upplýsingar um hvernig við notum þessar verndarráðstafanir skaltu hafa samband við okkur.
Réttindi þín
Auk þeirra réttinda sem tilgreind eru í hlutanum VALKOSTIR ÞÍNIR OG RÉTTINDI nýturðu eftirfarandi viðbótarréttinda:
- Réttur þinn til takmörkunar á vinnslu. Þú getur beðið okkur að takmarka hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar í takmarkaðan tíma við ákveðnar aðstæður.
- Réttindi þín til að andmæla markaðssetningu. Þú getur hafnað því að fá markaðsefni frá okkur hvenær sem er með því að nota uppsagnarvalkostinn eða eiginleikann í stillingamiðstöðinni í markaðstölvupósti sem þú færð frá okkur. Við gætum þó mögulega sent þér tölvupóst í tengslum við samband okkar eða einhver ákveðin viðskipti jafnvel þótt þú segir upp áskrift að markaðstölvupósti.
- Réttur þinn til að andmæla vinnslu. Einnig geturðu andmælt því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum. Þá vinnum við ekki lengur úr upplýsingunum þínum nema við getum fært sannfærandi og lögmæt rök fyrir vinnslunni sem hafa meira vægi en hagsmunir þínir og réttindi, t.d. til að fara að lagaskyldu eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
- Réttindi í tengslum við sjálfvirka ákvarðanatöku, þ.m.t. gerð persónusniðs. Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) og bresku persónuverndarreglugerðinni áttu rétt á að óska eftir endurskoðun með mannlegri íhlutun á sjálfvirkri ákvörðun ef persónuupplýsingarnar þínar eru notaðar til að spá fyrir um eða taka ákvörðun eingöngu með sjálfvirkum hætti.
Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni kann beiting þessara réttinda að vera takmörkuð eða tafin, háð lagagrundvelli fyrir úrvinnslu gagnanna, t.d.:
Kökur, pixlamerki og önnur rakningarverkfæri (hér eftir nefnd „kökur“) eru litlar skrár sem vefsvæði og forrit nota til að geyma eða sækja upplýsingar í vafra eða tæki (tölvu, spjaldtölvu, farsíma o.s.frv.) þegar þú notar netþjónustu okkar. Þær gera vefsvæðum kleift að muna hvað þú vilt og bæta vafranotkun.
Þegar þú heimsækir vefsvæði okkar í fyrsta skipti (eða eftir að hafa eytt kökum) biðjum við þig um leyfi til að nota kökur. Þú getur valið að samþykkja allar kökur, valið tilteknar tegundir af kökum eða hafnað öllum kökum (öðrum en nauðsynlegum kökum). Kökur persónugreina þig ekki heldur bera þær kennsl á tækið sem þú notar. Þær hjálpa okkur að skilja vafranotkun þína til að geta greint tækið síðar og fínstillt notkunarupplifun þína, vistað stillingarnar þínar og bætt upplifun þína á netinu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um kökur og sjá hvaða kökur eru í tækinu þínu geturðu farið inn á vefsvæði, t.d. www.aboutcookies.org eða www.allaboutcookies.org.
Kökurnar sem við notum eru mismunandi eftir því hvaða vefsvæði eða forrit þú skoðar/notar. Við kunnum að nota eftirfarandi gerðir af kökum:
- Bráðnauðsynlegar kökur: Þessar kökur tryggja að vefsvæði okkar virki sem skyldi. Þær hjálpa til við öryggi, auðvelda vafranotkun og birta vefsíður á réttan hátt. Þú getur gert þær óvirkar í stillingum vafrans en það gæti haft áhrif á virkni sumra vefsvæða. Þú getur þó notað vefsvæðin áfram.
- Afkastakökur: Þessar kökur hjálpa okkur að skilja hvernig gestir nota vefsvæðin okkar svo að við getum bætt þau. Þær safna upplýsingum um atriði á borð við fjölda gesta, hvaðan þeir koma og hvaða síður þeir fóru á.
- Samfélagsmiðlakökur: Þessar kökur gera þér kleift að nota samfélagsmiðlaviðbætur á vefsvæðunum okkar og deila efni á samfélagsmiðlum; og
- Markkökur (auglýsingakökur): Þessar kökur hjálpa okkur að birta þér ákveðnar auglýsingar, mæla hversu árangursríkar þær eru og sérsníða efni að áhugasviðum þínum og vafrahegðun. Slíkar kökur geta fylgst með þér yfir tímabil og á ýmsum vefsvæðum (til dæmis ef þú heimsækir vefsvæði okkar oft eða heimsækir mörg vefsvæði BeiGene).
Auk þess að velja þínar eigin kökur leyfa flestir vafrar þér að stjórna kökum í stillingum vafrans. Yfirleitt er hægt að eyða kökum sem fyrir eru og jafnvel stilla vafrann þannig að sjálfgefið sé að hann hafni öllum kökum. Hægt er að fá leiðbeiningar um þetta á heimasíðu vafrans. Ef þú hafnar öllum kökum geturðu áfram notað vefsvæðin okkar en sumir eiginleikar gætu ekki virkað rétt.
Flestar kökur skrá ekki IP-töluna þína (númerið sem netveitan notar til að auðkenna tölvuna þína) en tilteknar kökur nota þessar upplýsingar til að gera almenna athugun á staðsetningu, til dæmis til að tryggja að þér sé vísað á þá útgáfu vefsvæðisins sem á við um staðsetningu þína. Þar að auki þurfa kerfin okkar IP-töluna þína til að leiða upplýsingar (svo sem myndir á vefsvæðinu) aftur til þín. Við kunnum einnig að nota IP-tölur til að eiga samskipti við eða loka á gesti sem fara ekki að notkunarskilmálum okkar.
Fyrir markvissar (auglýsinga-)kökur bregðumst við við merkjunum „Ekki rekja“ í vafranum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um merkin „Ekki rekja“ hér: https://allaboutdnt.com/.
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugasemdir vegna þessarar persónuverndarstefnu eða hvernig við gerum hlutina skaltu ekki hika við að leita til okkar með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við leitumst við að bregðast við beiðni þinni eins fljótt og kostur gefst, í samræmi við gildandi lög.
Til að tryggja öryggi upplýsinga þinna athugum við hver þú ert áður en við veitum aðgang eða gerum breytingar. Hafðu í huga að jafnvel þótt við fjarlægjum eða breytum upplýsingunum þínum gætu leifar af þeim orðið eftir í skránum okkar.
Við leggjum áherslu á að vera aðgengileg öllum, líka fólki með fatlanir. Ef þú þarft þetta skjal á öðru sniði skaltu hafa samband við okkur í privacy@beigene.com.
Gildistökudagur síðustu breytinga 10. nóvember 2023
Smelltu hér til að sækja eða prenta út afrit af þessari persónuverndarstefnu fyrir atvinnuumsækjanda.
BeiGene heitir því að virða og vernda persónuupplýsingar þínar. „Persónuupplýsingar“ eru upplýsingar sem varða þig og mögulegt er að tengja aftur við þig.
Ábyrgðaraðilar gagna hvað varðar persónuupplýsingar þínar (þ.e. aðilarnir sem ákvarða hvernig og hvers vegna persónuupplýsingar þínar eru notaðar) samkvæmt þessari persónuverndarstefnu eru:
- BeiGene, Ltd., í þeim tilgangi að stjórna alþjóðlegri gátt BeiGene fyrir störf í boði, og
- sú rekstrareining BeiGene sem þú sækir um hjá, og þú færð heiti hennar sem hluta af starfslýsingunni eða tengdum upplýsingum.
Ef þú hefur spurningar eða kvartanir og vilt hafa samband við ábyrgðaraðila gagna eða gagnaverndarfulltrúa hans skaltu skoða hlutann „Nýting réttinda þinna“ hér að neðan.
Þessi persónuverndarstefna fyrir atvinnuumsækjanda er fyrir einstaklinga sem veita persónuupplýsingar til BeiGene, Ltd. og/eða dótturfyrirtækja þess („BeiGene“, „við“, „okkur“, „okkar“) þegar þeir sækja um störf („atvinnuumsækjendur“).
Hún veitir upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar og hvernig þú getur neytt réttar þíns.
Við lestur persónuverndarstefnunnar skaltu hafa í huga eftirfarandi mikilvægar upplýsingar um hvernig þessi persónuverndarstefna gildir:
- Sumir hlutar þessarar persónuverndarstefnu eiga hugsanlega ekki við um þig eftir því hvar þú býrð eða tegund persónuupplýsinga sem við varðveitum um þig.
- Við tilteknar aðstæður geta aðrar persónuverndarstefnur eða -tilkynningar bæst við eða komið í staðinn fyrir þessa. Ef það gerist gildir sú stefna eða tilkynning um meðhöndlun persónuupplýsinga.
- Vefsvæði okkar, vefgáttir, farsímaforrit eða önnur stafræn þjónusta (einu nafni „vefsvæðin“ okkar) geta innihaldið tengla á vefsvæði sem við hvorki stjórnum, stýrum né styðjum. Þegar þú ferð á þessi vefsvæði berum við ekki ábyrgð á verndun og persónuvernd upplýsinga sem þú veitir. Við mælum með því að lesa persónuverndarstefnur þeirra og hafa beint samband við þau til að fá upplýsingar um starfsvenjur þeirra varðandi persónuvernd.
Vefsvæðin okkar eru ekki ætluð einstaklingum yngri en 16 ára („börnum“). Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum beint frá börnum í gegnum vefsvæði okkar. Ef þú ert barn biðjum við þig því um að nota ekki vefsvæði okkar né veita okkur nokkrar upplýsingar í gegnum vefsvæði okkar eða á annan hátt nema við höfum fyrst fengið samþykki foreldris eða forráðamanns, þar sem við á.
Við hyggjumst uppfæra þessa persónuverndarstefnu reglulega til samræmis við starfsvenjur okkar. Því mælum við með því að skoða þessa persónuverndarstefnu öðru hverju. Ef um efnislegar breytingar er að ræða gætum við gert ráðstafanir til að gera þér viðvart áður en þær taka gildi.
Gildistökudagur síðustu uppfærslu: 10. nóvember 2023.
Við kunnum að safna og nota persónuupplýsingar þínar á ýmsum stigum ráðningarferlisins hjá BeiGene. Eftir því hvernig tengslum þínum við BeiGene er háttað kunnum við að hafa aflað og haft umsjón með einhverjum af eftirfarandi gerðum persónuupplýsinga um þig:
Tilteknar upplýsingar (svo sem heilsufarsupplýsingar) geta talist viðkvæmari samkvæmt gildandi lögum. Við söfnum þessum upplýsingum ekki reglulega eða notum þær á annan hátt, en þar sem við gerum það munum við:
- aðeins safna þessum upplýsingum þegar þörf er á;
- grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda og vinna úr viðkvæmum persónuupplýsingum þínum; og
- tilkynna þér eða fá skýrt samþykki þitt fyrir vinnslu á viðkvæmum persónuupplýsingum þegar þess er krafist samkvæmt gildandi lögum.
Að jafnaði fáum við persónuupplýsingar þínar beint frá þér, t.d. þegar þú hefur samband við okkur, fyllir út eyðublað, kaupir vörur okkar, veitir okkur þjónustu, skráir reikning eða biður um markaðsefni og upplýsingar.
Stundum kunnum við að fá persónuupplýsingar um þig frá öðrum aðilum, til dæmis þegar þú hefur gefið þriðja aðila fyrirmæli um að senda okkur upplýsingar eða þegar við höfum gert samkomulag við rannsóknaraðila sem við störfum með, samstarfsaðila og þjónustuveitendur.
Ef þú notar vefsvæði okkar kunnum við að safna upplýsingum úr tölvunni þinni eða öðru tæki með því að nota kökur og aðra gagnasöfnunartækni. Frekari upplýsingar er að finna í stefnunni um notkun á kökum.
Meðhöndlun persónuupplýsinga fer eftir því hvers vegna við söfnuðum þeim, t.d. hvort hún ræðst af samskiptum þínum við BeiGene, gildandi lögum eða okkar eigin verklagsreglum og kröfum, eins og lýst er hér á eftir:
Gerð persónusniðs“ þýðir að greina áhugamál, venjur, hegðun og önnur einkenni einhvers til að spá fyrir um eða taka ákvarðanir um viðkomandi. „Sjálfvirk ákvarðanataka“ er þegar tölvuforrit, sjálfvirkt kerfi eða reiknirit gerir slíka spá eða tekur slíka ákvörðun. Til dæmis gætum við sannreynt faglega menntun þína og hæfi, framkvæmt athuganir á bakgrunni eða gert aðra áreiðanleikakönnun á þér og borið þetta handvirkt saman við kröfur okkar til að meta hæfi þitt fyrir starf hjá BeiGene. Persónusnið, spár eða ákvarðanir eru þó aldrei innt af hendi með fullkomlega sjálfvirkum hætti án þess að mannshöndin komi þar nærri.
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar aðeins í þann tíma sem þarf út af ástæðunum sem eru útskýrðar í þessari persónuverndarstefnu. Stundum varðveitum við þær lengur til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar. Til að ákveða hve lengi við geymum þær skoðum við magn og tegund upplýsinganna og hversu viðkvæmar þær eru, hugsanlega hættu á skaða vegna óheimillar notkunar eða birtingar upplýsinganna, hvers vegna við þurfum þær, hvort við getum gert það sama án þeirra og allar gildandi alþjóðlegar kröfur samkvæmt lögum, reglugerðum og kröfum um reglufylgni.
Þegar þú sækir um vinnu varðveitum við upplýsingarnar sem þú gefur okkur. Við gætum notað þær síðar ef þú sækir um annað starf, ef við tökum þig til greina í annað laust starf í framtíðinni eða ef við ráðum þig. Ef þú þarft að láta eyða upplýsingunum þínum skaltu senda okkur tölvupóst á privacy@beigene.com. Við munum einnig halda skrá yfir beiðni þína um eyðingu, eins lengi og það telst nauðsynlegt. Stundum þurfum við að geyma sumar upplýsingar í starfsumsókn ef þess er krafist samkvæmt gildandi lögum eða til að verja lagalegan rétt okkar.
Við geymum líka persónuupplýsingar þínar í:
- viðeigandi tímabil í fyrningarfrestinum, ef þörf krefur vegna sönnunargagna;
- þeim tilgangi að virða tímabil sem ákveðin eru í lögum, t.d. með tilliti til málefna sem varða viðskipti, lög, reglufylgni og reglugerðir
BeiGene starfar í mörgum löndum um heim allan og persónuupplýsingarnar þínar gætu verið aðgengilegar eða þeim deilt innan BeiGene-samstæðunnar og með þriðju aðilum í mismunandi löndum eins og útskýrt er í hlutanum PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÞÍNUM DEILT í þessari persónuverndarstefnu. Lög í tilteknum löndum bjóða hugsanlega ekki upp á sama umfang verndunar og lögin í landinu eða á svæðinu þar sem þú býrð. Í slíkum tilfellum, og eins og gildandi lög kveða á um, grípum við til ráðstafana til að tryggja öryggi upplýsinganna þinna, t.d. með því að gera samninga við viðtakendur upplýsinganna eða innleiða frekari gagnavernd.
Þótt við gerum okkar besta til að vernda upplýsingarnar þínar getum við ekki ábyrgst fullkomlega öryggi þeirra. Vertu á varðbergi þegar þú ákveður hvaða upplýsingum þú deilir með okkur þegar þú sendir upplýsingar netleiðis.
Við kunnum að deila persónuupplýsingunum þínum innan BeiGene-fyrirtækjasamstæðunnar og með þriðju aðilunum sem tilgreindir eru hér á eftir. Það sem við deilum, af hverju við deilum því og hvaða öryggisráðstafanir við innleiðum fer eftir því hverjir þessir þriðju aðilar eru og hvar þeir eru. Við seljum þó ekki persónuupplýsingar sem við söfnum.
Þú getur valið að gefa okkur ekki upp persónuupplýsingar þínar; það gæti hins vegar falið í sér að þú getir ekki viðhaldið tengslum þínum eða samskiptum við okkur eða notað tiltekna þjónustu, t.d. gæti atvinnuumsókn þín hjá BeiGene ekki farið lengra.
Samkvæmt tilteknum lögum svo sem almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR), persónuverndarlögum fyrir neytendur í Kaliforníu frá 2018 (CCPA), persónuverndarréttindum Kaliforníuríkis frá 2020 (CPRA) eða lögum um öryggi á netinu í Kína (þ.m.t. framkvæmdarreglugerðir þeirra og landsstaðlar) gætirðu haft eftirfarandi réttindi að því er varðar persónuupplýsingarnar þínar:
- Réttur til aðgangs. Þú getur beðið okkur um skýrar, gagnsæjar og skiljanlegar upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar, þar á meðal upplýsingar um hvar og með hverjum við deilum þeim, og óskað eftir afritum af þeim.
- Réttur til leiðréttingar. Þú getur beðið okkur um að leiðrétta upplýsingar sem þú telur úreltar eða ónákvæmar og/eða beðið um að bætt sé við þær ef þær eru ófullnægjandi.
- Réttur til að eyða. Við tilteknar aðstæður geturðu jafnframt farið fram á að við eyðum persónuupplýsingunum þínum.
- Réttur til að afturkalla samþykki. Ef við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum á grundvelli samþykkis þíns hefurðu rétt á að afturkalla samþykki þitt án þess að það hafi áhrif á lögmæti þess sem við gerðum áður.
- Réttur til að hafna framtíðarsamskiptum Þú getur valið að hafna (segja upp áskrift að) tilteknum framtíðarsamskiptum.
- Réttur til að flytja eigin gögn. Þú kannt að hafa rétt til að fara fram á að við flytjum upplýsingarnar sem okkur eru veittar frá einu fyrirtæki til annars eða látum þér þær í té.
Þú getur til dæmis beðið um að atvinnuumsóknarlýsingu þinni verði eytt úr kerfum okkar eða afturkallað samþykki þitt fyrir því að fá skilaboð um laus störf í framtíðinni.
Þú gætir notið frekari réttinda sem tengjast persónuupplýsingunum þínum, allt eftir því hvar þú býrð og hvar sú skrifstofa BeiGene sem meðhöndlar persónuupplýsingarnar er staðsett. Frekari upplýsingar er að finna í kaflanum um viðkomandi ríki.
Ef þú vilt nýta réttindi þín geturðu sent okkur tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við bregðumst við beiðnum innan þess tímaramma sem kveðið er á um í gildandi lögum. Stundum gætum við þurft að staðfesta hver þú ert til að ganga úr skugga um að spurningin komi raunverulega frá þér og til að halda upplýsingunum þínum öruggum. Við látum þig vita: (i) þegar beiðnin hefur verið afgreidd, (ii) ef við höfnum beiðninni (til dæmis vegna þess að undanþága á við) eða (iii) ef gjald er innheimt fyrir að vinna úr beiðninni.
Þú getur valið einhvern til að koma fram fyrir þína hönd en við þurfum einnig að staðfesta auðkenni viðkomandi aðila og tryggja að honum sé heimilt að koma fram fyrir þína hönd. Ef við getum ekki gert það getum við mögulega ekki orðið við beiðninni.
Ef þú telur að BeiGene hafi misfarið með persónuupplýsingar þínar eða brotið gegn réttindum þínum gætir þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til gagnaverndaryfirvalda í heimalandi þínu. Einnig er hægt að gera okkur viðvart með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com. Við tökum áhyggjur þínar alvarlega.
Við mismunum þér ekki fyrir að nýta þér lagalegan rétt þinn sem skráður aðili.
Okkur ber skylda til að fara að almennum persónuverndarreglugerðum Evrópusambandsins og Bretlands („GDPR“), svissnesku alríkislögunum um gagnavernd (FADP) og annarri staðbundinni löggjöf við meðhöndlun tiltekinna persónuupplýsinga sem við söfnum. Þær rekstrareiningar BeiGene sem safna persónuupplýsingunum þínum taka ábyrgð á því. Ef þú ert ekki viss um hver ábyrgðaraðili upplýsinganna þinna er skaltu hafa samband og spyrja okkur.
Sérstök gögn
Hugsanlega verður unnið úr sérstökum flokkum upplýsinga (t.d. persónuupplýsingum sem leiða í ljós kynþátt eða þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða lífsskoðanir, aðild að stéttarfélagi, kynlíf, kynhneigð, erfðafræðilegum upplýsingum, líftölfræðilegum upplýsingum og heilsufarsupplýsingum) við eftirfarandi aðstæður:
- Þegar þú gefur okkur skýrt samþykki þitt
- Í þágu rannsókna á sviði vísinda
- Þegar þess er krafist samkvæmt lögum eða lög leyfa það
- Af lagalegum ástæðum, t.d. til sóknar eða varnar á réttarkröfum
Ef við þurfum að safna persónuupplýsingum þínum samkvæmt lögum eða skilmálum samnings sem við höfum gert við þig og þú veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar kann að vera að við getum ekki framkvæmt samninginn sem við höfum gert eða erum að reyna að gera við þig.
Gagnaflutningur
BeiGene starfar í mörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kína, Sviss, Ástralíu og fleiri löndum. Það þýðir að við getum flutt eða veitt aðgang að persónuupplýsingum þínum til hlutdeildarfélaga, þjónustuveitenda eða samstarfsaðila og annarra í öðrum löndum þar sem gagnaverndarlögin eru hugsanlega ekki eins sterk og í þínu landi.
Ef ESB/EES, Bretland og Sviss telja viðtökulandið ekki veita fullnægjandi persónuvernd reiðum við okkur á aðrar verndarráðstafanir (t.d. föst samningsákvæði ESB eða samning Bretlands um alþjóðlega gagnaflutninga) auk tæknilegra stjórntækja, svo sem dulkóðunar gagna og takmörkunar aðgangs við tiltekna einstaklinga, til að tryggja að réttindi þín njóti enn verndar í þessum löndum.
Ef þú þarft frekari upplýsingar um hvernig við notum þessar verndarráðstafanir skaltu hafa samband við okkur.
Réttindi þín
Auk þeirra réttinda sem tilgreind eru í hlutanum VALKOSTIR ÞÍNIR OG RÉTTINDI nýturðu eftirfarandi viðbótarréttinda:
- Réttur þinn til takmörkunar á vinnslu. Þú getur beðið okkur að takmarka hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar í takmarkaðan tíma við ákveðnar aðstæður.
- Réttur þinn til að andmæla vinnslu. Einnig geturðu andmælt því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum. Þá vinnum við ekki lengur úr upplýsingunum þínum nema við getum fært sannfærandi og lögmæt rök fyrir vinnslunni sem hafa meira vægi en hagsmunir þínir og réttindi, t.d. til að fara að lagaskyldu eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
- Réttindi í tengslum við sjálfvirka ákvarðanatöku, þ.m.t. gerð persónusniðs. Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) og bresku persónuverndarreglugerðinni áttu rétt á að óska eftir endurskoðun með mannlegri íhlutun á sjálfvirkri ákvörðun ef persónuupplýsingarnar þínar eru notaðar til að spá fyrir um eða taka ákvörðun eingöngu með sjálfvirkum hætti.
Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni kann beiting þessara réttinda að vera takmörkuð eða tafin, háð lagagrundvelli fyrir úrvinnslu gagnanna, t.d.:
Kökur, pixlamerki og önnur rakningarverkfæri (hér eftir nefnd „kökur“) eru litlar skrár sem vefsvæði og forrit nota til að geyma eða sækja upplýsingar í vafra eða tæki (tölvu, spjaldtölvu, farsíma o.s.frv.) þegar þú notar netþjónustu okkar. Þær gera vefsvæðum kleift að muna hvað þú vilt og bæta vafranotkun.
Þegar þú heimsækir vefsvæði okkar í fyrsta skipti (eða eftir að hafa eytt kökum) biðjum við þig um leyfi til að nota kökur. Þú getur valið að samþykkja allar kökur, valið tilteknar tegundir af kökum eða hafnað öllum kökum (öðrum en nauðsynlegum kökum). Kökur persónugreina þig ekki heldur bera þær kennsl á tækið sem þú notar. Þær hjálpa okkur að skilja vafranotkun þína til að geta greint tækið síðar og fínstillt notkunarupplifun þína, vistað stillingarnar þínar og bætt upplifun þína á netinu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um kökur og sjá hvaða kökur eru í tækinu þínu geturðu farið inn á vefsvæði, t.d. www.aboutcookies.org eða www.allaboutcookies.org.
Kökurnar sem við notum eru mismunandi eftir því hvaða vefsvæði eða forrit þú skoðar/notar. Við kunnum að nota eftirfarandi gerðir af kökum:
- Bráðnauðsynlegar kökur: Þessar kökur tryggja að vefsvæði okkar virki sem skyldi. Þær hjálpa til við öryggi, auðvelda vafranotkun og birta vefsíður á réttan hátt. Þú getur gert þær óvirkar í stillingum vafrans en það gæti haft áhrif á virkni sumra vefsvæða. Þú getur þó notað vefsvæðin áfram.
- Afkastakökur: Þessar kökur hjálpa okkur að skilja hvernig gestir nota vefsvæðin okkar svo að við getum bætt þau. Þær safna upplýsingum um atriði á borð við fjölda gesta, hvaðan þeir koma og hvaða síður þeir fóru á.
- Samfélagsmiðlakökur: Þessar kökur gera þér kleift að nota samfélagsmiðlaviðbætur á vefsvæðunum okkar og deila efni á samfélagsmiðlum; og
- Markkökur (auglýsingakökur): Þessar kökur hjálpa okkur að birta þér ákveðnar auglýsingar, mæla hversu árangursríkar þær eru og sérsníða efni að áhugasviðum þínum og vafrahegðun. Slíkar kökur geta fylgst með þér yfir tímabil og á ýmsum vefsvæðum (til dæmis ef þú heimsækir vefsvæði okkar oft eða heimsækir mörg vefsvæði BeiGene).
Auk þess að velja þínar eigin kökur leyfa flestir vafrar þér að stjórna kökum í stillingum vafrans. Yfirleitt er hægt að eyða kökum sem fyrir eru og jafnvel stilla vafrann þannig að sjálfgefið sé að hann hafni öllum kökum. Hægt er að fá leiðbeiningar um þetta á heimasíðu vafrans. Ef þú hafnar öllum kökum geturðu áfram notað vefsvæðin okkar en sumir eiginleikar gætu ekki virkað rétt.
Flestar kökur skrá ekki IP-töluna þína (númerið sem netveitan notar til að auðkenna tölvuna þína) en tilteknar kökur nota þessar upplýsingar til að gera almenna athugun á staðsetningu, til dæmis til að tryggja að þér sé vísað á þá útgáfu vefsvæðisins sem á við um staðsetningu þína. Þar að auki þurfa kerfin okkar IP-töluna þína til að leiða upplýsingar (svo sem myndir á vefsvæðinu) aftur til þín. Við kunnum einnig að nota IP-tölur til að eiga samskipti við eða loka á gesti sem fara ekki að notkunarskilmálum okkar.
Fyrir markvissar (auglýsinga-)kökur bregðumst við við merkjunum „Ekki rekja“ í vafranum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um merkin „Ekki rekja“ hér: https://allaboutdnt.com/.
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugasemdir vegna þessarar persónuverndarstefnu eða hvernig við gerum hlutina skaltu ekki hika við að leita til okkar með því að senda tölvupóst á privacy@beigene.com.
Við leitumst við að bregðast við beiðni þinni eins fljótt og kostur gefst, í samræmi við gildandi lög.
Til að tryggja öryggi upplýsinga þinna athugum við hver þú ert áður en við veitum aðgang eða gerum breytingar. Hafðu í huga að jafnvel þótt við fjarlægjum eða breytum upplýsingunum þínum gætu leifar af þeim orðið eftir í skránum okkar.
Við leggjum áherslu á að vera aðgengileg öllum, líka fólki með fatlanir. Ef þú þarft þetta skjal á öðru sniði skaltu hafa samband við okkur í privacy@beigene.com.
Við munum hugsanlega uppfæra stefnuna endrum og sinnum, til að bregðast við breytingum á því hvaða persónuupplýsingum við söfnum og hvernig við notum þær. Ef þú hefur frekari spurningar um notkunarskilmálana er þér velkomið að hafa samband við persónuverndarfulltrúa BeiGene á netfangið privacy@beigene.com eða í síma +1 (888) 344-1789.